Haustið 2019 verður stofnaður barnakór í Árbæjarkirkju fyrir börn í 4. – 10. bekk. Öll börn sem hafa gaman af að syngja eru hjartanlega velkomin. Kórinn mun koma fram við ýmis tækifæri á vegum kirkjunnar og æfa og syngja fjölbreytt og skemmtileg lög. Æfingar eru á miðvikudögum kl. 16.15 – 17.15 í Árbæjarkirkju (safnaðarheimilinu).

Kórstjóri er Kristín Jóhannesdóttir.
Sími: 860 2814
Netfang: barnakor.arb@gmail.com

Æfingar hefjast 4. september 2019.

Skráningargjald

Skráningargjald fyrir allan veturinn er 5.000 kr. og greiðist sem greiðsluseðill í heimabanka foreldris / forráðamanns. Gjaldið fer í sjóð sem mun standa straum af kostnaði v. félagsstarf í kórnum (s.s. skemmtikvöld, pizzuveislu o.fl.).

Við tökum því fram að það eru allir velkomnir í barnakórinn, en ef einhverjir sjá sér ekki fært að greiða skráningargjaldið þá endilega hafið samband og kirkjan mun að sjálfsögðu koma til móts við ykkur.

Skrá í barnakórinn

Skráning

Skráning í barnakór Árbæjarkirkju er rafræn og fer fram á skráningarvef kirkjunnar.
Skrá í barnakórinn