Stjórn kvenfélags Árbæjarsóknar

María H. Kristinsdóttir formaður  S: 898 5996

Magnhildur Sigurbjörnsdóttir varaformaður S: 552 9411

Guðbjörg Guðmundsdóttir gjaldkeri S: 567 4074

Ólafía Sigríður Hansdóttir fundarritari S: 567 2717 og 659 7291

Ingunn Sigurðardóttir S: 865 5880

Kristbjörg Agnarsdóttir S: 897 9595

 

Líknarsjóður Kvenfélags Árbæjarsóknar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja eftir aðstæðum fjölskyldur eða einstaklinga í Árbæjarhverfi sem vegna hvers kyns erfiðleika þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. Sjóðurinn tekur við frjálsum framlögum, auk þess sem fjáraflanir eru að minnsta kosti einu sinni á ári.

Í stjórn sjóðsins eru: Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, Alda María Magnúsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, María H. Kristinsdóttir og María Jónsdóttir. Auk þess situr sr. Þór Hauksson sóknarprestur Árbæjarsafnaðar fundi sjóðsins.

 

Árpokinn – saumum saman

Árpokinn – saumum saman er verkefni sem hófst haustið 2018. Markmið verkefnisins er í meginþáttum tvíþætt. Annars vegar að draga úr plastpokanotkun með því að endurnýta efni í margnota poka. Hins vegar að efla félagsauð íbúa hverfissins, stuðla að jákvæðum lífsstíl og efla vitund um samfélagslega ábyrgð með því að gefa fólki tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif. Leitast er við að gefa öllum þeim Árbæingum sem hafa áhuga tækifæri til að taka þátt.

Margir hafa þegar lagt verkefninu lið með því að leggja til efni og/eða sauma poka. Pokunum hefur meðal annars verið dreift í verslanir í Árbæ þar sem þeir hafa staðið viðskiptavinum til boða endurgjaldslaust.

Að verkefninu standa Kvenfélag Árbæjarsafnaðar, Borgarbókasafn Árbæ, Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.  Þeim sem vilja leggja verkefninu lið á einhvern hátt eða fá frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við Maríu s. 898-5996 eða Arngerði s. 820-9558 en þær eru tengiliðir verkefnisins fyrir hönd Árbæjarkirkju.

 

Prjónað fyrir heimilislausa

Á haustdögum 2019 ákvað Kvenfélag Árbæjarsóknar að hrinda af stað nýju verkefni, Prjónað fyrir heimilislausa, þar sem unnið væri úr afgangs garni og hálfkláruðum prjónaflíkum. Í ljósi þeirrar umræðu og staðreyndar að fjöldi fólks sem ekki hefur þak yfir höfuðið hefur fjölgað og úrræði til handa þeim hópi hafa ekki skilað tilætluðum árangri, fannst okkur tilvalið að hjálpa til með þessum hætti.

Sú tilfinning okkar að á heimilum Árbæinga lægju hálfkláruð verkefni og garn sem dagað hafði uppi, var sannarlega rétt því fljótlega eftir að verkefnið var kynnt fóru að berast garn, prjónar og hálfnuð verk. Er því óhætt að segja að viðtökur hafa farið langt fram úr okkar björtustu vonum.

Það er skemmst frá því að segja að í vetur hefur góður hópur kvenna utan og innan Kvenfélagsins lagt verkefninu lið og prjónað eins og vindurinn. Er búið að fara í öll athvörf í Reykjavík með handprjónaðar flíkur að minnsta kosti einu sinni og auk þess í bílinn ,,Frú Ragnheiði”.  Allt þvegið, pakkað og afhent beint tilbúið til notkunnar. Þannig að segja má að afrakstur vetrarins sé stórkostlegur og munum við halda áfram eins lengi og við getum og þörf er á.

Þeir sem vilja gefa garn til verkefnisins geta komið því í Árbæjarkirkju á opnunartíma kirkjunnar eða haft samband við Maríu formann Kvenfélagsins. Einnig er þeim sem hafa áhuga á að fá af því garni sem safnast hefur, til að leggja verkefninu lið, bent á að hafa samband við Maríu sem hefur umsjón með verkefninu. Öllum er velkomið að taka þátt í verkefninu.

Formaður kvenfélags Árbæjarsóknar og umsjónarmaður verkefnisins er María H. Kristinsdóttir sími 898-5996