Dagskrá Kvenfélags Árbæjarsóknar  haustið 2019

  • Opin saumastofa á Borgarbókasafninu í Árbæ mánudaginn 11. október kl. 16 til 18.30. Leggjum áherslu á að sauma ávaxta- og grænmetispoka úr þunnum efnum. Kvenfélag Árbæjarsóknar og Borgarbókasafnið Árbæ standa sameiginlega að þessu verkefni. Allt efni á staðnum og nokkrar saumavélar en öllum er velkomið að koma með sína eigin vél. Allir hjartanlega velkomnir.

 

  • Næsti fundur Sprett úr spori, handvinnuhóps Kvenfélagsins, verður mánudaginn 18. nóvember kl. 19.30 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Verkefni vetrarins eru Árpokinn og Prjónað fyrir þá sem minna mega sín.  Allir hjartanlega velkomnir gamlir sem nýir félagar.
  • Fyrsti fundur haustsins var 21. október sl. og var mæting góð. Töluvert af garni hefur verið gefið í prjónaverkefni vetrarins sem var farið í gegnum, það flokkað og mögulegt notagildi þess skoðað. Starfið fer því vel af stað og er spennandi vetur framundan.

 

  • Jólafundur Kvenfélagsins verður 2. desember í safnaðarheimilin Árbæjarkirkju kl. 18.45.  Jólamatur, tónlist, gleði, jólapakkaskipti, söngur bókakynning, glens og gaman. Skráning hjá Maríu: mhk@simnet.is eða í síma 898-5996 eða á facebook. Allir velkomnir.

 

Stjórn kvenfélags Árbæjarsóknar

María H. Kristinsdóttir formaður  S: 898 5996

Magnhildur Sigurbjörnsdóttir varaformaður S: 552 9411

Guðbjörg Guðmundsdóttir gjaldkeri S: 567 4074

Ólafía Sigríður Hansdóttir fundarritari S: 567 2717 og 659 7291