Sunnudagaskólinn er í Safnaðarheimili kirkjunnar á sunnudögum kl. 11. þar sem ungir og aldnir hafa það skemmtilegt saman.

Rebbi refur og vinkona hans Mýsla, eru tíðir gestir í Sunnudagaskólanum. Í Sunnudagaskólanum verður eins og undanfarin ár mikil gleði og söngur, biblíusögur auk þess sem í vetur verður boðið upp nýjungar eins og leynimyndir og teiknimyndir.

Annan sunnudag hvers mánaðar er fjölskyldumessa. Þar er brúað bilið á milli sunnudagaskóla og hefðbundinnar guðsþjónustu messuformið einfalt en um leið er reynt að höfða til barnanna.