Hér má sjá ritningarvers sem fermingarbörn geta valið sem sitt minnisvers fyrir fermingardaginn.

Biblían

Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. 

Sálm. 91:11

Kenn mér að gera vilja þinn, því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut.

Sálm. 143:10

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.

Sálm. 145:8

Guð fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein.

Sálm. 103:3

Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.

Matt. 5:7

Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér.”

Jesaja 41:13

Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.

Sálm. 121:5

Í friði leggst ég til hvíldar og sofna því að þú einn, Drottinn, lætur mig hvíla óhultan í náðum.

Sálm. 4:9

Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.

Matt. 7:7

Jesús segir: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eru hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.”

Matt. 11:28

Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu því að þeir munu saddir verða.

Matt 5:6

Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann, og frelsar þá.

Sálm. 34:8

Drottinn er réttlátur á öllum vegum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum.

Sálm. 145:17

Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.

Sálm. 100:5

Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.

Matt. 5:8

Sælir eru friðflytjendur  því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.

Matt. 5:9

Drottinn veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt.

Jesaja 40:29

Þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir, þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

Jesaja 40:31

Leitið Drottins, meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur.

Jesaja 55:6

Jesús sagði: „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. “

Matt. 7:12

„Trú þú á Drottin Jesú og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.”

Post. 16:31

„…en Guði er enginn hlutur um megn.”

Lúk. 1:37

Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.”

Lúk. 9:23

Jesús sagði: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en týna eða glata sjálfum sér?“

Lúk. 9:25

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Jóh. 3:16

Jesús segir: „Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.

Jóh. 10:11

Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi.”

Jóh. 11:25

Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.”

Jóh. 14:6

Jesús segir: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.“

Jóh. 14:15

Jesús segir: „Þér eruð vinir mínir, ef þér gerið það sem ég býð yður.“

Jóh. 15:14

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.

Heb. 13:8

Við vitum að þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.

Róm. 8:28

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

1.Mós. 1:1

Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

Jer. 29:11

Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti.

1.Jóh. 1:9

Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.

Sálm. 86:11

Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

Fil. 4:13

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

Sálm. 119:105