Athugið 

Opið hús, Félagsstarf fullorðinna, í Árbæjarkirkju fellur niður frá og með miðvikudeginum 11. mars. Sama gildir um kyrrðarstundir á miðvikudögum. Ákveðið hefur verið að grípa til þessara ráðstafana í ljósi covid19 smits í samfélaginu. 

Opið hús og kyrrðarstundir í Árbæjarkirkju munu hefjast aftur í september að öllu óbreyttu.

Við í Árbæjarkirkju þökkum öllum þeim sem sótt hafa starfið í vetur fyrir samveruna og hlökkum til að sjá ykkur aftur að liðnu sumri. 

 

Opið hús – félagsstarf fullorðinna

Opið hús er í safnaðarheimili Árbæjarkirkju á miðvikudögum frá kl. 13 til 16 þar sem fólk á öllum aldri kemur saman. Í Opna húsinu er leitast við að bjóða upp á létta og fjölbreytta dagskrá til að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Stólaleikfimi hefur notið mikilla vinsælda og er fastur liður í upphafi Opna hússins fyrir þá sem það kjósa. Við fáum líka oft gesti í heimsókn sem hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa. Ekki má gleyma haust- og vorferð Opna hússins þar sem farið er í dagsferð út fyrir höfuðborgarsvæðið. Boðið er upp á síðdegiskaffi og með því í Opna húsinu

Opna húsið er kjörið tækifæri fyrir fólk til að koma saman, spjalla, spila, taka fram handavinnuna eða bara að fá sér kaffi og njóta þeirrar dagskrár sem er í boði hverju sinni. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjón með Opna húsinu hefur Arngerður Jónsdóttir (s. 820-9558) og henni til halds og trausts eru Alda María Magnúsdóttir og Anna Ingvarsdóttir.

Félagsstarf fullorðinna liggur niðri í júlí og ágúst vegna sumarfría en fyrsti dagur Opna hússins haustið 2019 er miðvikudagurinn 4. september.