Á miðvikudögum kl. 12 eru kyrrðar- og fyrirbænastundir í kirkjunni. Þetta er einföld helgistund sem hefst með orgelleik. Sungnir eru sálmar, lesið úr ritningunni og hugleitt í kyrrðinni. Tekið er á móti fyrirbænaefnum sem lagðar eru í Guðs hendi og alltaf er gefið rými fyrir hljóða bæn. Það er gengið til altaris og stundinni lýkur með sálmi Hallgríms Péturssonar „Son Guðs ertu með sanni“.

Boðið er upp á heita súpu, brauð og fjölbreytt álegg gegn vægu verði, í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Kyrrðarstundir og hádegisverðurinn er gott samfélag þar sem þið eruð öll hjartanlega velkomin.