Árbæjarkirkja bíður foreldrum ungabarna sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi að sækja fræðsluerindi sem tengjast ummönnun ungra barna.
Auk þess eru foreldramorgnar í Norðlingaholti á miðvikudögum kl. 9:30-11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu Norðlingaholti*

18. febrúar kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SKYNDIHJÁLP UNGBARNA
Kennd verður endurlífgun, hjartahnoð og blástursaðferð, losun aðskotahlutar úr hálsi og hitakrampa hjá börnum.

21. april kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SORG BARNA
Sr. Þór Hauksson fjallar um birtingarmyndir í sorg og sorgarviðbrögðum barna

5. mai kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
VIRÐINGARRÍKT TENGSLAUPPELDI Respectful/Mindful Parenting (RIE)
Kristín Björg Viggósdóttir, fjallar um undirstöðuatriði í virðingarríku tengslauppeldi (RIE) og samskipti á milli foreldra og barna

Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn og eru öllum opnir.
Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni. Allir nýbakaðir foreldrar velkomnir með krílin sín
Boðið upp á kaffi og léttar veitingar

Facebook hópur foreldramorgna er á slóðinni: https://www.facebook.com/groups/126854797450074/?fref=ts

Allar nánari upplýsingar veitir Ingunn Björk Jónsdóttir á netfangið:(ingunn@arbaejarkirkja.is)

* Bæði fyrir foreldra og dagforeldra