Námskeið

/Námskeið
Námskeið2017-09-13T11:23:40+00:00

Námskeið um gleðina

Námskeið um gleðina Gleðin er grunnur að góðu lífi. Á námskeiðinu er fjallað um tengsl trúar og hamingju, mikilvægi gleðinnar og leiðir til þess að efla hana í eigin lífi. Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

Námskeiðið er þriðjudagana 7. 14 og 21. febrúar kl. 20:30-22. Það er öllum opið og kostar 3000 krónur.

Námskeiðið var haldið síðast í febrúar 2017.

Skráning á námskeiðið er í gegnum tölvupóst á netfangið: petrina@arbaejarkirkja.is og í gegnum síma Árbæjarkirkju 587-2405

Konur eru konum bestar

Konur eru konum bestar -framhaldsnámskeið- Um er að ræða sjálfstætt framhald af sjálfsstyrkingarnámskeiðinu sem haldið var síðasta vor. Á námskeiðinu er fjallað um leiðir til sjálfsstyrkingar, tilfinningar, samskipti, mörk og markmiðssetningu. Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

Námskeiðið er tvö kvöld og verður miðvikudagana 12. og 19. október frá kl. 19-22. Það er  opið öllum konum 18 ára og eldri og kostar 2000 krónur.

Námskeiðið var haldið síðast í október 2016

Skráning á námskeiðið er í gegnum tölvupóst á netfangið: petrina@arbaejarkirkja.is og í gegnum síma Árbæjarkirkju 587-2405.

 

Konur eru konum bestar-sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar er sívinsælt námskeið sem haldið hefur verið innan þjóðkirkjunnar í fjöldamörg ár. Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

Námskeiðið er tvö kvöld og verður miðvikudagana 20. og 27. apríl frá kl. 19-22 Það er opið öllum konum 18 ára og eldri og kostar 1500 krónur.

Skráning á námskeiðið er í gegnum tölvupóst á netfangið: petrina@arbaejarkirkja.is og í gegnum síma Árbæjarkirkju 587-2405.

Námskeiðið var haldið síðast í apríl 2016

 

Að eilífu… Amen

 

Að eilífu… Amen – námskeið um bænina Faðir-vorið er bænin sem Jesús kenndi fólki þegar það bað hann um að kenna sér að biðja. Margir hafa lært hana utan að sem börn en lítið velt fyrir sér merkingu hennar á fullorðinsárum. En þessi bæn er mjög  innihaldsrík við nánari skoðun. Hún er góð fyrirmynd annarra bæna og því tilvalin til þess að byggja bænalíf sitt á.  Á námskeiðinu verður rætt um bæn og bænaiðkun út frá Faðirvorinu og hentar bæði þeim sem vilja læra að biðja og þeim sem vilja efla bænalíf sitt.

Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

Námskeiðið var haldið síðast í febrúar 2016