Um leið og starfsfólk og prestar Árbæjarsafnaðar óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári minnum við á helgihaldið er fjölbreytt um hátíðarnar.

24. desember – Aðfangadagskvöld
Hátíðarguðsþjónusta kl.18.00. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Bergþór Pálsson syngur. Matthía B. Nardaeu óbóleikari. Kór Árbæjarkirkju leiðir hátíðarsöng undir stjórn kórstjórans og organistans Krisztinu K. Szklenár.
24.desember – Aðfangadagskvöld náttsöngur kl.23.00. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Rósalind Gísladóttur einsöngur. Sólrún Gunnarsdóttir fiðla. Kór Árbæjarkirkju leiðir hátíðarsöng undir stjórn kórstjórans og organistans Krisztinu K. Szklenár.
25. desember – Jóladagur– Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Margrét Einarsdóttir syngur einsöng.

26. desember – Annar dagur jóla. Jólaguðsþjónusta við kertaljós í Árbæjarkirkju Árbæjarsafni kl.11.00 sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn kórstjórans og organistans Krisztinu K. Szklenár.

 

31. desember – Gamlársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 17.00. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir hátíðarsöng. Organisti Péter Maté

1. janúar 2019 – Nýársdagur Guðsþjónusta kl.14.00: sr. Þór Haukssonar þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng. Organisti Guðmundur Ómar