jólakransLíknarsjóðshappdrætti Kvenfélags Árbæjarsóknar fyrsta sunnudag í aðventu 30. nóvember

Þann 30 nóvember á Kirkjudegi Árbæjarkirkju  verður Líknarsjóðurinn með sitt árlega líknarsjóðshappdrætti og hefst eftir sunnudagaskólann kl.11.00 og Hátíðarguðþjónusta kl. 14. 00.  Kvenfélag Árbæjarsóknar með kaffihlaðborð 1500 kr.

Meginmarkið og eini tilgangur sjóðsins er ætlað að styrkja þá sem minna mega sín í Árbæjarsókn.

Líknarsjóðinn skipar einvalalið kvenna sem ár hvert fara á milli fyrirtækja í hverfinu sem af rausnarskap láta af hendi vörur hverskonar  í líknarsjóðshappdrættið.   Ánægjulegt er hversu mjög mörg fyrirtæki eru tilbúin að leggja fram vörur til þess að eiga mögulega til létta undir með þeim sem eru þurfandi í alsnægjarsamfélagi okkar.  Sjóðurinn vill þakka þessum fyrirtækju kærlega fyrir aðstoðina.
Ljóst er að að mikil vinna liggur að baki við eitt svona happdrætti sem stendur yfir í fáeinar klukkustundir.    Margar klukkustundir liggja að baki að sækja vörur, raða saman vinningum, merkja og sjálfan daginn að selja miða. Þetta er gert í sjálboðavinnu.  Það er okkar einlæga ósk að sem flestir sjái sér fært að koma og leggja góðu málefni lið og kaupa miða.  Allur afrakstur happdrættisins eins og áður sagði rennur til góðgerðarmála í hverfinu. Oft er þörf nú er nauðsyn.