3. desember – fyrsti sunnudagur í aðventu. Kirkjudagur Árbæjarkirkju

Sunnudagaskólinn kl. 11:00

Jólaleikrit. Sýningin þetta árið heitir Týndu jólin, en í sýningunni komast álfabörnin Þorri og Þura að því að jólaköttuinn hefur ákveðið að það verði engin jól haldin á þessu ári. 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Strætókórinn syngur og kór Árbæjarkirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti og stjórnandi er Krisztina Kalló Szklenár. 

Eftir guðsþjónustu er happdrætti líknarsjóðs kvenfélags Árbæjarsóknar og hátíðarkaffi kvenfélagsins.

4. desember – mánudagur

Jólafundur Kvenfélags Árbæjarkirkju kl. 19:00

10. desember – annar sunnudagur í aðventu

Guðsþjónusta kl. 11:00

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leikur. 

 

Aðventukvöld kl. 19:30

Meðal annarra koma fram: Kór Árbæjarkirkju, Barnakór Árbæjarskóla, söngvararnir Arnar Jónsson og Emma Eyþórsdóttir. Börn úr leikskólanum Heiðarborg syngja nokkur lög.

Veitingar á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar.

17. desember – þriðji sunnudagur í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta og jólaball kl. 11:00

Kátir sveinar mæta á staðinn með söng, gleði og góðgæti í poka.

24. desember – aðfangadagur jóla

Aftansöngur kl. 18:00

Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari.

Kór Árbæjarkju syngur hátíðarsöng. Organisti og kórstjóri Krisztina Kalló Szklenár.Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir syngja. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu

Miðnæturmessa kl. 23:00

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Kór Árbæjarkirkju syngur hátíðarsöng. Organisti og kórstjóri Krisztina Kalló Szklenár. Yngveldur Ýr syngur einsöng. Matthías Birgir Nardeau leikur á óbó.

25. desember – jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00

Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur hátíðarsöng. Organisti og kórstjóri Krisztina Kalló Szklenár.

26. desember – annar dagur jóla

Jólahelgistund á léttum nótum kl. 11:00

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar. Kór Árbæjarkirkju syngur og Benjamín Gísli leikur á píanó.

31. desember – gamlársdagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 17:00

Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur hátíðarsöng. Organisti og kórstjóri Reynir Jónasson.

1. janúar 2018 – nýársdagur

Guðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur hátíðarsöng. Organisti og kórstjóri Guðmundur Ómar Óskarsson.