Miðvikudagur 5. febrúar

Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12. Þorramatur fyrir þá sem vilja gegn vægu gjaldi.

Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16.  Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi kl.13.30. Fögnum þorra með tilheyrandi glensi og gríni. Kaffi á eftir í boði kirkjunnar.

 

Miðvikudagur 12. febrúar

Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og hádegisverður á eftir fyrir þá sem vilja kr.700.

Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16.  Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi kl.13.30.  Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts kynnir okkur þá þjónustu sem þar er boðið upp á  fyrir íbúa hverfanna.  Kaffi á eftir í boði kirkjunnar.

 

Miðvikudagur 19. febrúar

Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og hádegisverður á eftir fyrir þá sem vilja kr.700.

Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16.  Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi kl.13.30. Bókakynning þar sem sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir segir okkur frá Stafrófi gleðinnar og Starfrófi sorgarinnar en það eru bækur sem hún gaf út fyrir síðustu jól.  Kaffi á eftir í boði kirkjunnar.

 

Miðvikudagur 26. febrúar

Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og hádegisverður á eftir fyrir þá sem vilja kr.700.

Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16.  Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi kl.13.30. Brynja Baldursdóttir heldur áfram umfjöllun sinni um Íslendingasögurnar og tekur nú fyrir þætti úr Brennu-Njáls sögu. Kaffi á eftir í boði kirkjunnar.

 

Aðrir miðvikudagar í Opna húsinu á vorönn 2020 sem vert er að hafa í huga

  • 1. apríl: Páskabingó
  • 8. apríl: Páskafrí
  • 20. maí: Undirbúningur fyrir handverkssýningu sem er á Uppstigningardag
  • 27. maí: Vorferð Opna hússins

 

Athugið að auglýst dagskrá getur tekið breytingum