Ný fólkslyfta í Árbæjarkirkju – aukið aðgengi fyrir alla !

Sóknarnefnd Árbæjarkirkju hefur undanfarin ár unnið að stækkun safnaðarheimilis kirkjunnar með það að markmiði að skapa betri aðstöðu fyrir fjölbreytt starf kirkjunnar og samfélagsins í Árbæjarhverfi. Nú er viðbyggingin tilbúin undir tréverk– og verkefnið nálgast lokasprettinn.

Viðbyggingin mun nýtast til barna- og unglingastarfs, félagsstarfs eldri borgara, samveru safnaðarins og annarra samfélagsverkefna sem kirkjan stendur fyrir. Þetta er mikilvæg fjárfesting í framtíð safnaðarins og samfélagsins í hverfinu.

Kvenfélag Árbæjarkirkju stefnir á að kaupa nýja fólkslyftu sem mun gjörbreyta aðgengi að kirkjunni og safnaðarheimilinu. Þetta er stórt skref í átt að auknu aðgengi fyrir alla – sérstaklega eldri borgara, hreyfihamlaða og foreldra með barnavagna.

Lyftan verður staðsett í nýrri viðbyggingu safnaðarheimilisins og mun tengja saman hæðirnar á öruggan og þægilegan hátt. Með þessu er sóknarnefndin að tryggja að allir geti tekið virkan þátt í starfi safnaðarins.

💬 Okkur vantar fólkslyftu – stuðningur óskast

Öll framkvæmd hingað til hefur verið fjármögnuð af eigin fé safnaðarins. Til að ljúka byggingunni þá vantar okkur fjárhagslegan stuðning.

Sóknarnefnd leitar til einstaklinga, fyrirtækja og velunnara kirkjunnar um að leggja verkefninu lið.

Allur stuðningur skiptir máli.
Framlög má leggja inn á reikning safnaðarins:
Kt. 420169-4429  | Banki: 0113-15-630348  eða ýta hér; Styrkja – Árbæjarkirkja

Fyrir frekari upplýsingar má senda fyrirspurn á: arbaejarkirkja@arbaejarkirkja.is

🙏 Takk fyrir stuðninginn

Með ykkar hjálp getum við klárað þetta mikilvæga verkefni og skapað aðstöðu sem þjónar samfélaginu til framtíðar.