Fermingarfræsla ágústmánaðar hefst fimmtudaginn 14.ágúst. Sjá nánar á heimssíðu arbaejarkirkju-www.arbaejarkirkja.is
Fermingarfræðslan í Árbæjarkirkju byggist upp á tveimur námskeiðum á haustin, annað hvort ágústnámskeiði eða septembernámskeiði sem fermingarbörnin sækja en svo sameinast þau í fjölbreyttum fræðslusamverum yfir veturinn ásamt því að koma reglulega í guðsþjónustur. Fermingarfræðarar eru sr. Þór Hauksson sóknarprestur, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni ásamt æskulýðsleiðtogum kirkjunnar.
Skráning: Skrá þarf barnið í gegnum skráningarkerfið á heimasíðunni. Skráning hófst þriðjudaginn 29. april kl. 12.00. Ef eitthvað kemur upp á og breyta þarf skráningu þá vinsamlegast sendið póst prestana á netfangin petrina@arbaejarkirkja.is og thor@arbaejarkirkja.is
Upplýsingar: Við notum tölvupóst í samskiptum við foreldra og því mikilvægt að netföng séu rétt skráð. Vinsamlegast látið vita ef þið fáið ekki tölvupóst frá okkur. Stofnaður hefur verið lokaður hópur á facebook til að miðla upplýsingum til foreldra fermingarbarna og eru foreldrar beðnir að óska eftir aðgangi. Kennslubókin heitir Con Dios og þurfa fermingarbörnin að kaupa hana. Hún fæst í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu, sem staðsett í í kjallara Bústaðarkirkju. Upplýsingar um heimalestur er að finna undir síðunni: Heimalestur og utanbókarlærdómur. Kirkjulykilinn fá börnin afhentan í kirkjunni og Gídeonmenn færa öllum fermingarbörnunum Nýja testamentið að gjöf.