Fermingarfræðslan í Árbæjarkirkju byggist upp á tveimur námskeiðum á haustin, annað hvort ágústnámskeiði eða septembernámskeiði sem fermingarbörnin sækja en svo sameinast þau í fjölbreyttum fræðslusamverum yfir veturinn  ásamt því að koma reglulega í guðsþjónustur. Fermingarfræðarar eru sr. Þór Hauksson sóknarprestur, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni ásamt æskulýðsleiðtogum kirkjunnar.

Fermingardagar 2026:

Sunnudaginn 22. mars 2026 kl. 11:00
Sunnudaginn 22. mars 2026 kl. 13.00
Laugardagurinn 28. mars 2026  kl.13.00
Pálmasunnudagur 29. mars 2026 kl. 11:00
Pálmasunnudagur 29. mars 2026 kl. 13:00
Skírdagur 2. apríl 2026 kl. 11:00

Skráning: Skrá þarf barnið í gegnum skráningarkerfið hér á heimasíðunni. Skráning hefst þriðjudaginn 29. april kl. 12.00. Ef eitthvað kemur upp á og breyta þarf skráningu þá vinsamlegast sendið póst á netfangið. ingunn@arbaejarkirkja.is

Upplýsingar: Við notum tölvupóst í samskiptum við foreldra og því mikilvægt að netföng séu rétt skráð. Vinsamlegast látið vita ef þið fáið ekki tölvupóst frá okkur. Stofnaður hefur verið lokaður hópur á facebook til að miðla upplýsingum til foreldra fermingarbarna og eru foreldrar beðnir að óska eftir aðgangi. Slóðin er hér

Kennslubókin heitir Con Dios og þurfa fermingarbörnin að kaupa hana. Hún fæst í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu, sem staðsett í í kjallara Bústaðarkirkju. Upplýsingar um heimalestur er að finna undir síðunni: Heimalestur og utanbókarlærdómur. Kirkjulykilinn fá börnin afhentan í kirkjunni og Gídeonmenn færa öllum fermingarbörnunum Nýja testamentið að gjöf.

Messur og þátttaka í helgihaldi: Ætlast er til að fermingarbörnin mæti ekki sjaldnar en 10 sinnum í almenna guðsþjónustu (eða 8 sinnum í messu og 2 sinnum í Æskulýðsfélagið saKÚL) Þau skrá messusóknina í Kirkjulykilinn og fá stimpil í hana. Æskilegt er að foreldrar fylgi börnum sínum í guðsþjónusturnar.

saKÚL: Æskulýðsfélagið saKÚL er fyrir unglinga í 8-10 bekk í Norðlingaholti og Árbæ. Þar er fjölbreytt og spennandi dagskrá yfir veturinn sem unglingarnir taka sjálfir þátt í að móta. Fundir eru á fimmtudagskvöldum kl. 20:15-21:45. Mögulegt er að fá 2 stimpla í Kirkjulykilinn fyrir þátttöku í saKÚL. Börnin þurfa sérstaklega að skrá sig í saKÚL ef þau vilja taka þátt í því.

Ritningarvers: Fermingarbörnin velja sér sjálf í vetur ritningarvers sem þau læra utan að og fara með í fermingarathöfninni. Velja má hvaða vers sem er úr Biblíunni en á hér á heimasíðunni undir dálknum: Ritningarvers er að finna nokkrar tillögur.

Ferð í Vatnaskóg: Farin verður dagsferð í Vatnaskóg sem er hluti af fermingarfræðslunni 5. nóvember og 10. nóvember. Nánari upplýsingar um dagskrá, verð og ferðatilhögun verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur. Athugið að foreldrar verða sjálfir að óska eftir leyfi úr skóla fyrir börnin sín.

Fermingarfræðslugjald: Gjald fyrir fermingarfræðslu er 25.000 krónur. Það verður innheimt í gegnum heimabanka í upphafi árs 2026.

 

DAGSKRÁ FERMINGARFRÆÐSLUNNAR 2025- 2026

14. – 19. ágúst kl. 9:00-13:00. Fermingarnámskeið

17 ágúst kl. 11:00. Guðsþjónusta og foreldrafundur þar sem vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra.

18. -20. september. Fermingarnámskeið. Fimmtudaginn 18. september kl. 15:00-19:00. Föstudaginn 19. september kl. 15:00-19:00. Laugardaginn 20. september kl. 11:00-17:00

21. september. Guðsþjónusta kl. 11:00 og foreldrafundur þar sem vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra.

13. október kl. 17:00-19:00. Söfnun fyrir Hjálprarstarf kirkjunnar

5. nóvember: Dagsferðalag í Vatnaskóg kl. 08:00-21:00. Fyrri hópur

10. nóvember: Dagsferðalag í Vatnaskóg kl. 08:00-21:00. Síðari hópur

 

2026

12. janúar, 19. janúar, 26. janúar og 2. febrúar: kl. 15:00-17:00 Fermingarfræðsla: Sjálfstyrkinganámskeið. Hópaskipting auglýst síðar- Hver hópur mætir í eitt skipti.

9. febrúar Fermingarfræðslaukatími kl. 15-17 fyrir þau sem þurfa á því að halda.

2. mars og 9. mars: Könnun og kyrtlamátun. Hópaskipting auglýst síðar- Hópur 1: kl. 15:00. Hópur 2: kl. 15:30. Hópur 3: kl. 16:00

15. mars Foreldrafundur eftir guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00. Farið verður í praktíska hluti varðandi undirbúning fermingarinnar

Fermingaræfingar er sem hér segir:

17. og 19.mars. Fermingaræfingar fyrir þau sem fermast sunnudaginn 22. mars kl. 11.00, mæta kl.15.30 báða dagana

17. mars og 19 mars. Fermingaræfingar fyrir þau sem fermast sunnudaginn 22.mars  kl.13.00, mæta kl. 16:00 báða dagana

24 mars og 26. mars.  Fermingaræfingar fyrir þau sem fermast laugardaginn 28.mars  kl. 13:00, mæta kl. 15. 00 báða dagana

24. mars og 26.  mars.  Fermingaræfingar fyrir þau sem fermast Pálmasunnudag  29.mars kl. 11:00,  mæta kl. 15. 30 báða dagana

24.mars og 26. mars.  Fermingaræfinar fyrir þau sem fermast Pálmasunnudag 29. mars. kl.13.00, mæta kl.16.00 báða dagana.

31.mars og 1. apríl.   Fermingaræfingar fyrir þau sem fermast Skírdag 2. april kl.11.00, mæta kl.12.00 báða dagana

Skyldumæting er á báðar fermingaræfingarnar