Fjölskylduguðsþjónusta með bangsablessun kl. 11:00 þar sem öll börn eru velkomin með bangsana sína til að láta blessa þá. Við syngjum mikið, heyrum uppbyggjandi Biblíusögu og bregðum á leik. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Aldís Elva Sveinsdóttir æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á flygilinn. Kaffi, djús og spjall eftir stundina.