Æskulýðsdagurinn Þjóðkirkjunnar er sunnudaginn 3. mars. Þann dag er alltaf mikið um að vera í Árbæjarkirkju. Börn og ungmenni verða í aðalhlutverki og sjá um stóran hluta af guðsþjónustunni. Börn úr 6-9 ára starfinu syngja og verða með helgileik. Rebbi og Mýsla líta inn í hátíðarskapi. Hildur María Torfadóttir, vinningshafi söngkeppni Frístundamiðstöðvarinnar Brúarinnar, syngur.
Prestur sr. Þór Hauksson ásamt Ingunn Björk Jónsdóttur djákna, Aldísi Elvu og Jens Elí. Bjarmi Hreinsson leikur á flygilinn.
Í lokin er verður boðið upp á bænakertasmiðju og kærleikslyklakippasmiðju. Æskulýðsfélagið saKÚL verður með krapsölu á sanngjörnu verði. Boðið upp á kaffi, kleinuhringi og djús að lokinni guðsþjónustu.