Jól í skókassa er orðinn fastur liður hjá mörgum fjölskyldum í Árbæ og Norðlingaholti. Síðustu ár hefur Árbæjarkirkja tekið þátt í jól í skókassa sem er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt með því að gefa þeim jólagjafir. Í ár söfnuðust í Árbæjarkirkju alls 84 skókassar.   38 skókassar söfnuðust í barnastarfinu (6-8 ára og 9-12 ára), 31 kassi í fullorðinsstarfinu og 15 í unglingastarfinu saKÚL . Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna.