Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Þessi dagur er sérstaklega helgaður börnum og unglingum í kirkjunni. Börnin úr 7-9 ára starfinu verða með helgileik. Fermingarstúlkan Hildur María Torfadóttir syngur.  sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og Andrea Birna Guðmundsdóttir æskulýðsleiðtogi leiða stundina. Bjarmi Hreinsson leikur á flygilinn. Sett verður upp verslun eftir guðsþjónustuna þar sem börnin selja umhverfisvænar vörur s.s. tannbursta, fjölnota rör, handgerðar sápur og scrunchie hárteygjur. Einnig verður boðið upp á skóburstun á vægu verði. Ágóðinn rennur allur til Hjálparstarfs Kirkjunnar og sérstaklega til barna sem þarfnast aðstoðar. Boðið upp á kaffi og kleinur.