Kristín Björg Viggósdóttir fjallar um uppeldi, samskipti og tengls í fjölskyldum á foreldramorgnum Árbæjarkirkju þriðjudaginn 22. nóvember. Foreldramorgnar Árbæjarkirkju eru á þriðjudögum í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 10:00-12:00. Fyrirlesturinn hefst kl. 10:20.

Kristín er iðjuþjálfi og er að ljúka diplómanámi í foreldrafræðslu og uppeldiaráðgjöf og meðlimur í Meðvituðum foreldrum. Hún ritstýrir einnig facebooksíðunni RIE/ Respectful /Mindful parenting á Íslandi.