Foreldramorgnar Árbæjarkirkju hefjast að nýju og verða á þriðjudögum milli 10-12. Þriðjudaginn 8. nóvember mun Hrönn Guðjónsdóttir, heilsunuddari kenna undirstöðuatriði í ungbarnanuddi. Koma þarf með handklæði til að hafa undir börnunum.
Foreldramorgnar eru opið hús og eru öllum opnir. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman, deila af reynslu sinni og læra af öðrum.
Á foreldramorgnum býðst foreldrum ungbarna sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi einnig að sækja ókeypis fræðsluerindi sem tengjast ummönnun ungra barna.
Boðið upp á kaffi og léttar veitingar.