Foreldramorgnar Árbæjarkirkju hefjast á ný í nóvember og eru á þriðjudögum kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn og eru öllum opnir. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni. Á foreldramorgnum Árbæjarkirkju býðst foreldrum ungbarna sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi einnig að sækja ókeypis fræðsluerindi sem tengjast ummönnun ungra barna. Boðið upp á kaffi og léttar veitingar.

8. nóvember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
UNGBARNANUDD Hrönn Guðjónsdóttir, heilsunuddari og ungbarnanuddkennari, kennir undirstöðuatriði í ungbarnanuddi. Koma þarf með handklæði og taubleyju til að hafa undir börnunum.

15. nóvember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
OPIÐ HÚS OG FATASKIPTIMARKAÐUR

22. nóvember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SAMSKIPTI OG TENGSL FORELDRA OG UNGRA BARNA
Kristín Björg Viggósdóttir, fjallar um uppeldi, samskipti og tengls í fjölskyldum. Kristín er iðjuþjálfi og er að ljúka diplómanámi í foreldrafræðslu og uppeldiaráðgjöf og meðlimur í Meðvituðum foreldrum. Hún ritstýrir einnig facebooksíðunni RIE/ Respectful /Mindful parenting á Íslandi.

6. desember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
KYNNING Á STARFSEMI AUSTURSMIÐSTÖÐVAR Ragnar Harðarson og Trausti Jónsson kynna starfsemi í Austurmiðstöð sem sinnir fjölbreyttri þjónustu við barnafjölskyldur í Árbæ og Norðlingaholti svo sem sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og frístundaráðgjöf.

13. desember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
NÆRING UNGBARNA Elín Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, fjallar um mataræði og veitir ráðgjöf um næringu barna.