Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óskar eftir kirkjuverði í 50% starf, unnið er aðra hverja viku og annan hvern sunnudag. Óskað er eftir ábyrgum, jákvæðum, samviskusömum einstakling sem á auðvelt með að vinna með öðrum og hefur áhuga á starfi kirkjunnar. Rík áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað í að takast á við mismunandi verkefni. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Hæfniskröfur eru stundvísi, vinnusemi, tillitsemi og létt lund. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst 2022.

Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur fyrir messur, kyrrðarstundir og aðrar athafnir.
Útleiga á kirkju vegna ýmissa viðburða.
Aðstoð presta við margvísleg störf innan kirkjunnar.
Aðstoð við fullorðinsstarf og æskulýðsstarf.
Umhirða, létt þrif og annað í kirkjunni og umhverfi hennar.

Menntunar- og hæfniskröfur
Hreint sakavottorð er skilyrði.

Umsækjendur sendi inn kynningarbréf og ferilskrá fyrir 10. júlí á arbaejarkirkja@arbaejarkirkja.is. Nánari upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar Konráð Gylfason í síma 787-2700 eða í ofangreint netfang.