Vegna samkomutakmarkana fellur hin hefðbundna guðsþjónusta niður en sunnudagaskólinn er á sínum stað kl 11 í umsjá Andreu Önnu Arnarsdóttur og Sigurðar Óla. Söngur, Biblíusaga, brúðuleikhús og mikil gleði og gaman.
Eins og mörgun er kunnugt um er Kirkjudagur Árbæjarkirkju haldin hátíðlegur á fyrsta sunnudegi í aðventu. Annað árið í röð verður vegna samkomutakmarkana bið á að halda upp á daginn. Við fyrsta tækifæri á nýju ári verður kallað til þessa dags með tileyrandi Líknarsjóðshappdrætti og Kaffisölu kvenfélagsins.