Um leið og prestar og starfsfólk Árbæjarkirkju óska gleðilegra jóla og farsæls nýs árs viljum við koma því á framfæri að á Aðfangadagskvöld kl. 18.00 og Gamlársdag kl. 17.00 verður send út upptaka af guðsþjónustum á heimasíðu Árbæjarkirkju. (www. arbaejarkirkja.is.) Á öðrum degi jóla er útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00 frá Árbæjarkirkju.

20. desember kl. 11.00
Jólasunnudagaskóli  Árbæjarkirkju. Verður streymt á heima- og facebook síðu Árbæjarkirkju. Jólasveinar líta inn í leit að árlegu jólaballi kirkjunnar

24. desember Aðfangadagskvöld kl.18.00
Aftansöngur kl.18.00 sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Krisztina Kalló Szklenár organisti, félagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju syngja. Matthías Birgir Nardeau leikur á Óbó. Einsöngur Margrét Einarsdóttir.

26. desember Annar dagur jóla-Útvarpsmessa kl.11.00
Guðsþjónusta kl.11.00 (Stefánsdagur frumvotts) sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Oragnisti Krisztina Kalló Szklenár. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson syngja ásamt félögum úr kirkjukór Árbæjarkirkju.

31. desember Gamlárskvöld kl.17.00
Aftansöngur kl.17.00 sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Krisztina Kalló Szklenár organisti, félagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju syngja. Marthial Nardeau leikur á þverflautu. Einsöngur Margrét Einarsdóttir.