í ljósi nýjustu reglna sóttvarnaryfirvalda er heimilt að hefja aftur barnastarf Árbæjarkirkju.

Kirkjustarf fyrir 6-9 ára (STN) og 10-12 ára (TTT) hefst því að nýju þriðjudaginn 24. nóvember. Við biðjum börn í 5 bekk og eldri, að ganga inn um aðalinngang kirkjunnar en yngri börn að ganga inn í safnaðarheimilið að neðan.

Rútan fer eins og áður frá Norðlingaholti

 

 

„Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti.
Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa.
Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
Enn þær eru helst þessar:
Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 10 einstaklingar
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 2 metrar
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt
Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.“