,,Jól í skókassa“ er orðinn fastur liður hjá mörgum fjölskyldum í Árbæ og Norðlingaholti. Síðustu ár hafa safnast milli 50 og 60 jólapakkar frá börnum, unglingum og eldri borgurum í Árbæjarkirkju

,,Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn til gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra. 

Að þessu sinni verður því miður ekki tekið á móti gjöfum í jól í skókassa í Árbæjarkirkju vegna Covid 19.

Við bendum hins vegar á að tekið er á móti skókössum hjá KFUM og KFUK við Holtaveg 28 mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 – 17:00 og á föstudögum frá kl. 9:00 – 16:00. Við hvetjum þá sem hafa tök á og áhuga, að fara með jólapakka til KFUM á Holtavegi.

Síðasti skiladagur er laugardagurinn 14. nóvember 2020

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:

  1. Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku eða bangsa. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
  2. Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
  3. Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassann sinn. Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
  4. Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
  5. Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.