Það verður líf og fjör í barnastarfi Árbæjarkirkju í vetur og ættu allir krakkar að finna eitthvað við sitt hæfi.
Barnastarfið hefst þriðjudaginn 8. september í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
Skráning er hafin í STN-starf (6-9 ára) og TTT-starf (10- 12 ára). Skráning fer fram á heimasíðu Árbæjarkirkju. Boðið verður upp á rútu frá Norðlingaholti og frá Selási.
Tímasetningar eru sem hér segir:
STN-starf 1. bekkur – þriðjudaga kl. 14:00
STN-starf 2.-3. bekkur – þriðjudaga kl. 15:00
TTT-starf 4.-7. bekkur – Þriðjudaga kl. 16:00

Allt barna- og unglingastarf á vegum Árbæjarkirkju er ókeypis.