Sameiginleg útiguðsþjónusta kl. 11 með Grafarvogssöfnuði og Grafarholtssöfnuði á Nónholti í Grafarvogi. Pílagrímaganga verður farin frá Grafarvogskirkju kl. 10:30 og gengið saman í Nónholt. Fyrir þau sem koma akandi að Nónholti er best að fara niður hjá meðferðarstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fólki með hreyfihömlun verður veitt aðstoð við að komast á staðinn. Boðið er upp á hressingu að lokinni guðsþjónustu.