Sunnudaginn 8. mars er æskulýðsdagur Árbæjarkirkju. Börn úr barnastarfi kirkjunnar syngja, dansa, leika og lesa. Börn úr 10-12 ára starfinu sýna leikþátt. Barnakór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Kirkjugesir eru hvattir til að koma með farsíma í kirkjuna. Prestur sr. Þór Hauksson ásamt Ingunn Björk Jónsdóttur, Önnu Siggu Helgadóttur, Aldísi Elvu Sveinsdóttur, Önnu Lilju Steinsdóttur, Jens Elí Gunnarssyni og Guðmundi Karli Einarssyni.
Í lokin verða börnin með góðgerðarsölu þar sem seldar verða umhverfisvænar vörur á sanngjörnu verði. Ágóðinn rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Boðið upp á kaffi og kleinur