Guðsþjónusta á Konudaginn kl. 11. Í tilefni dagsins verða fyrst og fremst sungnir sálmar eftir konur. Barnakór kirkjunnar syngur nokkur lög. Stjórnandi þeirra er Kristín Jóhannesdóttir. Kór Árbæjarkirkju leiðir söng undir stjórn organistans Krisztinu Kalló Szklenár og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Jennýjar Maríu Jóhannsdóttur og Hrannars Más Arnarssonar. Kaffi, djús og spjall eftir stundina.