Árbæjarkirkja bíður foreldrum ungbarna sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi að sækja fræðsluerindi sem tengjast ummönnun ungra barna.

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 10:30 verður kennd skyndihjálp ungbarna á foreldramorgnum Árbæjarkirkju. Lögð verður áhersla á endurlífgun, losun aðskotahlutar úr hálsi og viðbrögð við hitakrampa hjá börnum. Námskeiðið er á vegum Rauða krossins og er ókeypis.

Allir nýbakaðir foreldrar velkomnir með börnin sín
Boðið upp á kaffi og léttar veitingar