Guðsþjónusta kl.11.00 sr.Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti Kristina K. Szklenár. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Anna María Björnsdóttir einsöngur. Anna María gaf út plötuna “Hver stund með þér” ástarljóð afa til ömmu hennar í 60 ár. Hún mun flytja þrjú lög af áðurnefndri plötu. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnðarheimili kirkjunnar. Umsjón hafa Anna Sigríður Helgadóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kaffi og meðlæti á eftir stundina.