Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Kveikt verður á Betlehemskertinu. Sr. Petrína Mjöll, Ingunn Björk djákni og Anna Sigríður leiða stundina. Birkir Bjarnason leikur á flygilinn.

Aðventuhátíð Árbæjarsafnaðar kl. 19:30  Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Hátíðarræðu kvöldsins flytur Gerður Kristný rithöfundur. Gréta Salóme leikur á fiðlu. Leikskólakór Heiðarborgar, stjórnandi Ásrún Atladóttir. Barnakór Árbæjarkirkju, stjórnandi Kristín Jóhannesdóttir. Kór Árbæjarkirkju og sönghópurinn Dætur, stjórnandi Krisztina K. Szklenár. Heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar.