Guðsþjónusta kl.11.00 sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari ásamt Færeyjabiskup Jógvan Friðriksson sem prédikar í messunni. Jógvan er einn þátttakenda í Hringborði Norðursins 2019 (Arctic Circle Assembly) hann er einn gestaprédikara í svokölluðum „grænum“ kirkjum sem hafa tekið ákveðið skref í átt að umhverfisvænni stefnu í innkaupum, vakningu í ræðu og riti og almennri umgengni í nærumhverfi sínu. Organisti Kristina K. Szklenár. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Umsjón hafa Anna Sigga Helgadóttir og Birkir Bjarnason.