Guðsþjónusta kl. 11:00 þar sem fermingarbörn taka virkan þátt með söng, upplestri, leiklist og í myndlist. Vígslubiskup Skálholtsstiftis Kristján Björnsson. Sr. Þór Hauksson, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni þjóna í athöfninni. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szkláner.
Á eftir er foreldrafundur fyrir foreldra fermingarbarna þar sem rætt verður um fermingarstarf vetrarins.