Sunnudagaskólinn í Árbæjarkirkju hefst að nýju sunnudaginn 1. september kl. 11 í safnaðarheimili kirkjunnar. Við lofum miklu stuði í sunnudagaskólanum í vetur enda mun frábær hópur af sunnudagaskólakennurum leiða samverurnar. Brúðurnar Rebbi refur og Mýsla vinkonan hans koma í heimsókn. Biblíusögur, mikil söngur og gleði. Umsjón Anna Sigríður Helgadóttir og Kristín Jóhannesdóttir.