Gönguguðsþjónusta kl. 11. Gengið er frá Árbæjarkirkju um Elliðaárdalinn (stífluhringinn) og staldrað við á nokkrum stöðum í íhugun, söng og bæn. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar og félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn. Á eftir er boðið upp á kaffi og kleinur í kirkjunni.