Guðsþjónusta kl. 11:00. Skólahljómsveit Árbæjar-og Breiðholts koma í heimsókn og leika nokkur lög. Stjórnandi er Snorri Heimisson. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklanér. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helgadóttur og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffisopi, djús og spjall eftir stundina.