Messað verður um verslunarmannahelgina í safnkirkjunni í Árbæjarsafni kl. 11:00. Kór Árbæjarkirkju syngur, Krisztina Kalló Szkláner er organisti og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Á eftir er kjörið tækifæri að skoða safnið. Frá kl. 13-16 er boðið upp á leikjadagskrá fyrir alla fjölskylduna :”Komdu að leika! þar sem  boðið er upp á fjölbreytta útileiki en en greiða þarf fyrir aðgang að því. (Fullorðnir:1650 en ókeypis fyrir börn yngri en 17 ára, öryrkja og ellilífeyrisþega)