Gönguguðsþjónusta kl. 11:00. Lagt verður af stað frá kirkjunni og gengin létt pílagrímaganga um Elliðaárdalinn. Staldrað er við á nokkrum stöðum, lesið úr Guðs orði, íhugað og beðið. Emma Eyþórsdóttir leikur á hljóðfæri. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar. Síðan endum við gönguna í kirkjunni um kl. 12 og drekkum kaffi saman.