Sunnudaginn 20. september er messa kl:11 og sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu á sama tíma. Í messunni verður tekið við fjárframlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar sem í samstarfi við alþjóðleg hjálparsamtök kirkna veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátakanna á Sýrlandi. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum sem eru á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Kristinu Kalló Szklenar organista.