Við breytum aðeins um takt í sumar í kirkjunni sem hefur iðað af lífi í allan vetur. Að sjálfsögðu er hér helgihald alla sunnudaga kl. 11 en með aðeins breyttu sniði. Þannig höfum við einfaldar helgistundir með ritningarlestri, hugleiðingu og söng suma sunnudaga, við höfum göngumessur og fjölskyldumessur. Með þessu viljum við reyna að mæta þörfum sem flestra. Auk þess verður hér opið hús kl. 13 alla miðvikudaga í júní.

Helgihald í júní:

2. júní Sumar helgistund í Árbæjarkirkju kl. 11 og guðsþjónusta í Árbæjarsafni kl. 14

9. júní Fjölskyldu sumarmessa kl. 11 í umsjón Díönu og Fritz. Boðið upp á grillaðar pylsur að stundinni lokinni.

16. júní Útvarpsmessa kl. 11

23. júní Göngumessa k. 11

30. júní Sumar helgistund kl. 11

Sjáumst í Árbæjarkirkju!