Við höldum guðsþjónustu eins og alltaf kl. 11 í Árbæjarkirkju á sunnudaginn 2. júní. Að þessu sinni höldum við einnig guðsþjónustu kl. 11 í Árbæjarsafni. Tilefnið er sumaropnun Árbæjarsafns sem hefst þennan dag. Við ætlum að minnast sjómanna sérstaklega í sálmavali, prédikun og bæn. Það er viðeigandi að koma saman í sumarbyrjun á Árbæjarsafni og minna okkur á samhengið sem við eum í. Forfeður okkar og formæður, harðduglegt fólk, bændur og sjómenn kynslóð fram af kynslóð og við eigum þeim mikið að þakka. Sjáumst í Árbæjarkirkju kl. 11 og á Árbæjarsafni kl. 14 á sunnudaginn kemur, 2. júní. Organisti í báðum guðsþjónustunum er Krisztina K. Szklenár og prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir. Forsöngvarar leiða safnaðarsöng en viðstaddir eru hvattir til að taka vel undir!