014

Fermingarbörn vorsins 2013 í góðum gír haustið 2012.

Framundan í fermingarfræðslunni.

Nú flýgur tíminn hratt. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru vonandi farin að hlakka til marsmánaðar þegar um 100 ungmenni  fermast í Árbæjarkirkju.  Prestar og starfsfólk kirkjunnar hlakka ávalt til þessa daga sem eru vissulega erilssamir en um leið fullir gleði og fegurðar.
Lokasprettur fræðslunnar verður þannig að börnin koma einn laugardag og svo annan eftirmiðdag í kirkjuna. Laugardagana 26. janúar og 2. febrúar verða sjálfsstyrkingarnámskeið ásamt forvarnarfræðslu um einelti.  Hópnum er skipt í fernt og er hver  fræðslustund í tvo og hálfan tíma. Þriðjudaginn 26. febrúar koma fermingarbörn úr Árbæjarskóla í kirkjuna um eftirmiðdaginn og farið verður yfir kunnáttu þeirra ásamt því að valið verður ritningarvers, daginn eftir eða 27. febrúar koma börn úr Norðlingaskóla í kirkjuna í sömu erindagjörðum.
Nánari upplýsingar um hvað börnin eiga að kunna  undir liðnum FERMINGAR

 

 

Laugardaginn 26. Janúar kl.9.00-11.30     8 AA

Laugardaginn 26. Janúar kl.12.30-15.00 8.ÁG

Laugardaginn 2. febrúar kl.9.00-11.30  8 GP

Laugardaginn 2. febúar kl.12.30-15.00 8.HE og Norðlingaskóli