Foreldramorgnar hefjast aftur í september. Tímasetningar eru eftirfarandi:
þriðjudaga kl. 10 – 12 í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju
Miðvikudaga kl. 9:30 – 11:30 í Mesthúsinu í Norðlingaholti
Meðal þess sem er á dagskránni mætti nefna:
Í september. Katrín Hilmarsdóttir, frá Umhverfisstofnun verður með kynningu á Svaninum. Allir foreldrar fá gefins Svanspoka
Í október. Helga Svævardóttir, hjúkrunarfræðingur fjallar um svefn og næringu ungbarna
Í nóvember. Helga í Árbæjarblómum kennir hvernig hægt er að búa til aðventukrans úr því sem við eigum til heima.
Í desember. Svefnráðgjafi verður með fræðslu og veitir ráðgjöf um svefn barna.