Uppstigningadagur 17. maí 2012
Dagur aldraðra í Árbæjarkirkju

Fimmtudaginn 17. maí. Uppstigningadag er eins og endranær hátíðarstund í Árbæjarkirkju.

Dagurinn hefst með Hátíðarguðsþjónustu kl.14.00 (ath.breyttan messutíma) – Prestar kirkjunnar sr. Þór Hauksson og sr. Jón Helgi Þórarinsson þjóna fyrir altari. sr. Hjörtur Pálsson prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló Szklenár organista og kórstjóra.

Hálftíma fyrir guðsþjónustuna leikur stórsveitin “Öðlingar” létt lög.

Eftir guðsþjónustuna býður kirkjugesta margrómað hátíðarkaffi í boði Soroptimistakvenna í safnaðarheimili kirkjunnar. Gunnar Már Jóhannsson og Einar Örn Finnson syngja nokkur lög.

Handavinnusýning Opna hússins starfs eldri borgara í söfnuðinum.