Á föstudaginn var óvissuferð TTT-starfsins í Árbæjarkirkju. Það voru spenntir krakkar og leiðtogar sem hittust þetta föstudags síðdegi í Árbæjarkirkju. Lagt var að stað með strætó en ferðinni var heitið til að byrja með í klifur í Gufunesbæ. Þó nokkrir krakkar, klifruðu alla leið upp á topp í klifurhúsinu í Gufunesinu. Næsta stopp var svo Sundhöll Reykjavíkur þar sem stokkið var niður af stóra brettinu. Ferðin endaði svo á bænastund og pylsupartý í Árbæjarkirkju. Krakkanir voru mjög ánægð með þessa óvissuferð sem var mjög vel heppnuð. Myndir frá óvissuferðinni má nálgast hér á síðunni undir flokknum: myndasafn.