27. nóvember- Kirkjudagurinn fyrsta sunnudag í aðventu
Kirkjudagurinn: Sunnudagaskóli kl.11.00  guðsþjónusta 14.00  Hátíðarkaffi og líknarsjóðshappdrætti

Sunnudagaskólinn kl.11.00 Tendrað á fyrsta kertinu á aðventukransinum.
Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00 (ath. breyttur messutími) prestarnir þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Krisztine Kalló Szklenár. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet og Einar Clausen syngur.

 Eftir guðsþjónustuna er kaffihlaðborð kvenfélags Árbæjarsafnaðar og líknarsjóðshappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum.

Líknarsjóður kvenfélags Árbæjarkirkju
Líknarsjóð kirkjunnar skipa einvalalið kvenna sem ár hvert fara á milli fyrirtækja leita af vörum í líknarsjóðshappdrættið. Ánægjulegt er hversu mjög mörg fyrirtæki eru tilbúin að leggja fram vörur til þess að mega mögulega létta undir með þeim sem eru þurfandi í alsnægjarsamfélagi okkar. Það er mikil vinna sem liggur á bak við eitt svona happdrætti. Vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært þótt ekki nema koma í fáeinar mínútur og kaupa miða. Allur afrakstur happdrættisins rennur til góðgerðarmála.